Nafnleynd og málsmeðferð
Nafnleynd
Sá sem beinir erindi til Samkeppniseftirlitsins og óskar eftir að eiga aðild að máli getur óskað eftir því að nafni hans verði haldið leyndu. Ef líklegt má telja að hagsmunir viðkomandi skaðist ef greint er frá nafni hans er fallist á ósk um nafnleynd. Ef ekki eru forsendur til þess að fallast á nafnleynd er kvartanda gefinn kostur á því að draga erindi sitt til baka. Rétt er að taka fram að alltaf er sá möguleiki fyrir hendi að beina nafnlausri ábendingu til Samkeppniseftirlitsins, m.a. í gegnum heimasíðuna.