Reglur um hópundanþágur
Samningar og ákvarðanir sem brjóta í bága við 1. málsgrein (mgr.) 53. grein (gr.) EES-samningsins eru sjálfkrafa ógildir, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Á grundvelli 3. mgr. 53. gr. kemur hins vegar til greina að veita svokallaðar hópundanþágur, en um er að ræða almennar undanþágur frá bannákvæði 1. mgr. 53. gr. Undanþágurnar eru veittar á grundvelli sérstakra reglugerða og er þeim samningum sem uppfylla skilyrði viðkomandi reglugerðar veitt undanþága. Þar með geta fyrirtækin sjálf metið hvort að samningar þeirra brjóti í bága við 1. mgr. 53. gr. eða uppfylli skilyrði 3. mgr. sömu greinar og njóti því undanþágu.Tenglar fyrir reglur um hópundanþágur er að finna hér fyrir neðan á íslensku (hlekkir opnast í nýjum glugga).
Reglugerð nr. 1272/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 906/2009 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða milli áætlunarskipafélaga (skipafélagasamtaka). Sjá einnig reglugerð nr. 203/2015 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 697/2014 um breytingu á reglugerð nr. 906/2009 að því er varðar gildistíma hennar.
Reglugerð nr. 927/2010 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB)nr. 330/2010 um hópundanþágu gagnvart flokkum lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða.
Reglugerð nr. 926/2010 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 267/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða á sviði vátrygginga.
Reglugerð nr. 1273/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 461/2010 um hópundanþágu gagnvart flokkum lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða á sviði vélknúinna ökutækja.
Reglugerð nr. 1274/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1217/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um rannsóknir og þróun.
Reglugerð nr. 1275/2012 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1218/2010 um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um sérhæfingu.
Reglugerð nr. 621/2016 um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 316/2014 um hópundanþágu gagnvart flokkum samninga um tækniyfirfærslu.
Að auki hefur Eftirlitsstofnun EFTA gefið út út leiðbeinandi reglur og tilkynningar sem varða ýmiss atriði er lúta að beitingu samkeppnisreglna sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar. Þessar leiðbeinandi reglur og tilkynningar eru efnislega sambærilegar þeim réttarheimildum sem framkvæmdastjórn ESB hefur sett. Tenglar fyrir þessar reglur og tilkynningar má finna hér.