Ert þú að brjóta samkeppnislög

Er fyrirtækið þitt í hættu á að brjóta samkeppnislög? Taktu prófið og leggðu mat á stöðu þína.

Eru einhverjir keppinautar þínir jafnframt viðskiptavinir þínir eða samstarfsmenn?

Já: Ekki er æskilegt að keppinautar séu einnig samstarfsmenn fyrirtækis. Meginreglan er sú að fyrirtæki á samkeppnismörkuðum skuli haga sér sjálfstætt um öll þau atriði sem samkeppni er um. Þar má t.d. nefna ákvarðanir um vöruúrval, þjónustuleiðir og verð. 

Nei: Frábært, því ekki er æskilegt að keppinautar séu einnig samstarfsmenn fyrirtækis. Meginreglan er sú að fyrirtæki á samkeppnismörkuðum skuli haga sér sjálfstætt um öll þau atriði sem samkeppni er um. Þar má t.d. nefna ákvarðanir um vöruúrval, þjónustuleiðir og verð.

Ertu á markaði þar sem þú þekkir flesta eða alla samkeppnisaðila?

 

Já: Ákvæði 10. gr. samkeppnislaga banna hverskonar samkeppnishamlandi samstarf milli fyrirtækja. Undir samráð getur fallið hvers konar samskipti milli starfsmanna keppinauta, hvort heldur sem samskiptin eru einhliða eða af beggja hálfu.


Nei: Gott, ákvæði 10. gr. samkeppnislaga banna hverskonar samkeppnishamlandi samstarf milli fyrirtækja. Undir samráð getur fallið hvers konar samskipti milli starfsmanna keppinauta, hvort heldur sem samskiptin eru einhliða eða af beggja hálfu.

Er algengt að starfsfólk færist á milli keppinauta á þínum markaði?

 Já: Það gæti verið óhentugt þar sem í samkeppnislögum er lagt bann við hverskonar samkeppnishamlandi samstarfi á milli tveggja eða fleiri fyrirtækja. Samráð á milli keppinauta telst vera eitt alvarlegasta brotið í samkeppnisrétti enda er ætlast til þess að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfsætt á markaði.

Nei: Gott því ekki er heppilegt að starfsfólk færist á milli keppinauta á sama markaði þar sem lagt er bann við hverskonar samkeppnishamlandi samstarfi á milli tveggja eða fleiri fyrirtækja. Samráð á milli keppinauta telst vera eitt alvarlegasta brotið í samkeppnisrétti enda er ætlast til þess að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfsætt á markaði.

Áttu í samskiptum við samkeppnisaðila í vinnu, félagslífi eða einkalífi (t.d. á sölusýningum, ráðstefnum eða fagfundum)?


Já: Það er mögulegt að teljast aðili að ólögmætu samráði þrátt fyrir að aðrir sjái um framkvæmdahlið þess. Það skiptir ekki máli hvernig samráðið á sér stað, þ.e. hvort fulltrúar fyrirtækja hittist á fundum, skrifist á, undirriti formlega samninga eða sammælist um markaðshegðun á einhvern annan hátt.

Nei: Flott því mögulegt er að teljast aðili að ólögmætu samráði þrátt fyrir að aðrir sjái um framkvæmdahlið þess. Það skiptir ekki máli hvernig samráðið á sér stað, þ.e. hvort fulltrúar fyrirtækja hittist á fundum, skrifist á, undirriti formlega samninga eða sammælist um markaðshegðun á einhvern annan hátt.

Ræðið þið verð eða kostnað?

Já: Allt samráð milli keppinauta á markaði um verð, afslætti, viðskiptakjör, skiptingu markaða, framleiðslu eða önnur viðskipaleg atriði er bannað.

Nei: Frábært þar sem allt samráð milli keppinauta á markaði um verð, afslætti, viðskiptakjör, skiptingu markaða, framleiðslu eða önnur viðskipaleg atriði er bannað. 

Ræðið þið tiltekna viðskiptavini eða skiptingu markaða?

 Já: Ólöglegt er að bera saman bækur við keppinauta og ræða viðskiptavini, stöðu á markaði eða hvort skipta eigi með sér markaðnum.

Nei: Gott enda er ólöglegt er að bera saman bækur við keppinauta og ræða viðskiptavini, stöðu á markaði eða hvort skipta eigi með sér markaðnum.

Hafið þið deilt upplýsingum um viðskiptaáætlanir?

 Já: Ólöglegt er að bera saman bækur við keppinauta og ræða tilhögun tilboða, t.d. hvaða verð eða afslætti aðilar ætla að bjóða.

Nei: Gott enda er ólöglegt að bera saman bækur við keppinauta og ræða tilhögun tilboða, t.d. hvaða verð eða afslætti aðilar ætla að bjóða.

Hafið þið sammælst um áætlanir eða leikreglur í viðskiptum/samkeppni?

Já: Ólöglegt er að sammælast um áætlanir eða leikreglur. Mögulegt er að vera aðili að samráði þar sem enginn framkvæmir nokkuð, þ.e. samráð um athafnaleysi.

Nei: Frábært enda er ólöglegt er að sammælast um áætlanir eða leikreglur. Mögulegt er að vera aðili að samráði þar sem enginn framkvæmir nokkuð, þ.e. samráð um athafnaleysi.

Ef svarið við einu eða fleiru af ofantöldu er já, er líklegt að þið hafið brotið samkeppnisreglur. Viðurlög geta varðað sektum og jafnvel fangelsisvist. Kynntu þér samkeppnislögin vel og leitaðu til Samkeppniseftirlitsins til að tilkynna brot og fá ráðgjöf.