Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál
Í gildi er sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins sem þjónar sem vegvísir um framkvæmd samkeppnismála og stefnumótunar í málaflokknum og um hlutverk ráðuneytisins annars vegar og Samkeppniseftirlitsins hins vegar á vettvangi samkeppnismála. Yfirlýsingin er liður í framkvæmd stefnumótunar og árangursmats sem liggur til grundvallar fjármálastefnu og fjármálaáætlunar samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þá þjónar yfirlýsingin einnig þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og ábyrgð Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd verkefna sinna.