Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Póstdreifingar hf. um fjárhagslegan aðskilnað tiltekinna þátta í starfsemi Póst- og símamálastofnunar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/1995
  • Dagsetning: 16/2/1995
  • Fyrirtæki:
    • Póstdreifing hf
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Póstþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá nýstofnuðuðu dreifingarfyrirtæki þar sem farið var fram á að beitt yrði 2. mgr. 14. gr. gagnvart P&S um fjárhagslegan aðskilnað þess hluta póstþjónustunnar sem nýtur einkaleyfis og hinsvegar þess hluta póstþjónustunnar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Samkeppnisráð kvað í ákvörðun sinni á um fjárhagslegan aðskilnað hjá P&S, annars vegar þess hluta póstþjónustunnar sem nýtur einkaleyfis og hinsvegar þess hluta póstþjónustunnar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skyldi þess gætt að einkaréttarþjónusta greiddi ekki niður aðra póstþjónustu. Skyldi aðskilnaður fara fram eigi síðar en 1. janúar 1996.

    [Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/1995]

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir