Ákvarðanir
Kvörtun Verktakasambands Íslands vegna tilboða sem vinnuflokkar Vegagerðar ríkisins gera í verk sem boðin eru út af Vegagerðinni.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/1994
- Dagsetning: 10/1/1994
-
Fyrirtæki:
- Vegagerðin
- Verktakasamband Íslands
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Opinber þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Verktakasambands Íslands kvartaði vegna tilboða sem vinnuflokkar Vegagerðar ríkisins gera í verk sem boðin eru út af Vegagerðinni. Starfsemi vinnuflokkanna var að nokkru aðgreind frá rekstri Vegagerðarinnar og stefnt var að frekari aðgreiningu. Þrátt fyrir það og til að taka af allan vafa og til að eyða tortryggni þeirra sem annast sjálfstæða verktakastarfsemi í vegagerð beindi samkeppnisráð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að skilja fjárhagslega á milli rekstrar þeirra vinnuflokka Vegagerðar ríkisins sem ætlað er að bjóða í verklegar framkvæmdir sem Vegagerðin eða aðrir bjóða út og annarra þátta í rekstri Vegagerðarinnar.