Ákvarðanir
Erindi er varðar samkeppnisstöðu verktaka í skólaakstri gagnvart sérleyfishafa
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 45/1998
- Dagsetning: 16/12/1998
-
Fyrirtæki:
- Bergur Sveinbjörnsson
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Ferðaþjónusta
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Kvartað var yfir akstri sérleyfishafans Austurleið á skólaakstursleiðinni Selfoss-Hvolsvöllur fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tilboði kvartanda í skólaaksturinn hafði verið tekið. Samkeppnisráð taldi að háttsemi Austurleiðar fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og beindi þeim fyrirmælum að fyrirtækinu að láta af hinni samkeppnishamlandi háttsemi sem stunduð væri í skjóli sérleyfis og opinberra styrkja.
[Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/1999]