Ákvarðanir
Kvörtun vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 2/2003
- Dagsetning: 29/1/2003
-
Fyrirtæki:
- Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf
- Íslenskur markaður ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Ferðaþjónusta
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Erindi barst frá Íslenskum markaði hf. sem beindist að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) sem rekur verslun í flugstöðinni í samkeppni við kvartanda. Kvartað var yfir forvali um aðgang og afnot af verslunar- og þjónusturými í FLE. Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að háttsemi FLE sem tengdist umræddu forvali hafi farið í bága við samkeppnislög og voru flugstöðinni sett fyrirmæli m.a. um að fresta framkvæmd forvalsins að hluta.
Lyktir máls: Í úrskurði áfrýjunarnefndar í máli nr. 1/2003 voru ákvörðunarorð staðfest.