Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun yfir samkeppnisstarfsemi björgunarbáta Slysavarnafélagsins Landsbjargar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/2000
  • Dagsetning: 27/1/2000
  • Fyrirtæki:
    • Sjóverk ehf
    • Slysavarnafélagið Landsbjörg
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Í erindi frá aðilum sem önnuðust aðstoð við sjófarendur, m.a. fiskiskip, var þess óskað að starfsemi björgunrabáta Slysavarnafélags Íslands (SVFÍ) sem tengdist þjónustu við fiskiskip yrði tekin til skoðunar vegna styrkja og niðurfellingar ýmissa gjalda sem SVFÍ nyti en ekki einkaaðilar. Þeim fyrirmælum var beint til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar af samkeppnisráði að verðleggja þá þjónustu sem veitt væri gegn gjaldi á markaði þannig að hún skaðaði ekki samkeppni.Var nánar útfært hvaða kostnaður skyldi koma fram í verðlagningu þjónustunnar.