Ákvarðanir
Kvörtun vegna greiðslutilhögunar á sérfræðiþjónustu lækna
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 34/1994
- Dagsetning: 6/10/1994
-
Fyrirtæki:
- Læknastöðinni Álfheimum 74
-
Atvinnuvegir:
- Heilbrigðis- og félagsmál
- Þjónusta sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafnaði því að veita efnislega umsögn um erindi sem borist hafði frá læknum í Læknastöðinni Álfheimun74. Var því haldið fram af ráðuneytinu að skýring 1. mgr. 2. gr. samkeppnislaga réðist af greinargerð með henni í frumvarpi að lögunum, þannig að merking hennar væri í raun mun þrengri en orð hennar segðu til um. Samkeppnisráð féllst ekki á þetta. Orðalag greinargerðarinnar yrði með vísan til lögskýringarsjónarmiða að víkja að því leyti sem það samrýmdist ekki skýru og afdráttarlausu orðalagi lagagreinarinnar og vilja löggjafans.
Af ákvæðum samkeppnislaga og ummælum í lögskýringargögnum yrði ráðið að undir lögin féllu opinber fyrirtæki eða fyrirtæki sem störvuðu að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar í þeim tilvikum þegar þau hin sömu fyrirtæki stunduðu samkeppnisrekstur og röskuðu samkeppni á markaði þar sem sérfræðingar í læknastétt hefðu haslað sér völl.
Með vísan til framanritaðs gerði samkeppnisráð þá kröfu að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gæfi efnislega umsögn um ofangreint erindi innan fjögurra vikna þannig að unnt yrði að taka tillit til sem flestra sjónarmiða við úrlausn þess.