Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Félags íslenskra stórkaupmanna vegna söluskilmála ÁTVR

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 27/1997
  • Dagsetning: 2/7/1997
  • Fyrirtæki:
    • Félag íslenskra stórkaupmanna
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Áfengi og tóbak
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Félag íslenskra stórkaupmanna kvartaði yfir söluskilmálum ÁTVR. Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að ákvæði 4.7 í reglum nr. 186/1997 um innkaup og sölu áfengis og skilmála í viðskiptum við birgja fer gegn 17. og 20. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga er ÁTVR óheimilt að gera þá kröfu til birgja, að vara sé óbreytt að gerð, samningstímann, að því er varðar stærð og útlit umbúða og gerð sölueiningar, nema sannanleg, hlutlæg og málefnaleg rök leiði til annarrar niðurstöðu.

    Með úrskurði í máli nr. 12/1997 var ákvörðun samkeppnisráðs felld úr gildi vegna ákvæða í sérlögum.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir