Ákvarðanir
Internetsþjónusta Pósts og síma
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 11/1997
- Dagsetning: 7/5/1997
-
Fyrirtæki:
- Póstur og sími hf
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Önnur tengd fjarskiptaþjónusta
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Eftirfarandi fyrirmælum samkeppnisráðs var beint til Pósts og síma:
Til viðbótar þeim fjárhagslega aðskilnaði sem þegar hefur farið fram á milli samkeppnissviðs Pósts og síma hf. og annarra sviða fyrirtækisins skal samkeppnissvið frá 1. janúar 1997 færa til gjalda og greiða markaðsvexti, samkvæmt mati löggilts endurskoðanda, af stofnframlagi einkaréttar sem er að upphæð 1.315.388.204 kr. Skuldir samkeppnissviðs Pósts og síma hf. við önnur svið fyrirtækisins skulu bera markaðsvexti.
2. Samkeppnissviði Pósts og síma hf. skal óheimilt frá gildistöku þessarar ákvörðunar að nota tekjur af rekstri GSM- og NMT- fjarskiptakerfanna til að greiða niður kostnað við þjónustu eða aðra starfsemi sem rekin er í virkri samkeppni við aðra aðila.
3. Keppinautar samkeppnissviðs Pósts og síma hf. skulu, komi um það ósk frá keppinaut, njóta sambærilegra viðskiptakjara og samkeppnissvið Pósts og síma hf. nýtur og sambærilegs aðgangs að búnaði og hvers konar tæknilegri aðstöðu sem tengist einkaréttarþjónustu Pósts og síma hf. Mismunur á kjörum í viðskiptum við einkaréttarsviðið verður að byggjast á hlutlægum og málefnalegum ástæðum, s.s. mismunandi kostnaði vegna umfangs viðskiptanna. Öll frávik varðandi aðgang að aðstöðu og búnaði verða að byggjast á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum, s.s. sannanlegum tæknilegum ómöguleika.“