Ákvarðanir
Kvörtun Össurar hf. yfir útboði Tryggingastofnunar ríkisins og Ríkiskaupa
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 34/1995
- Dagsetning: 20/12/1995
-
Fyrirtæki:
- Tryggingastofnun ríkisins
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Kvartað var yfir framkvæmd útboðs og málsmeðferð sem viðhöfð hefði verið. Það var mat samkeppnisráðs að málsmeðferð í útboði Tryggingastofnunar og Ríkiskaupa á spelkum, gervilimum og bæklunarskóm yrði ekki tekin til athugunar á grundvelli samkeppnislaga. Sá þáttur erindis Össurar hf. er varðaði útboðsmeðferðina sneri í raun að því hvort opinber aðili hefði í starfsemi sinni farið eftir þeim lögum og reglum sem honum bar að hlíta. Úrskurðarvald um slík meint lagabrot heyrði undir önnur stjórnvöld og dómstóla. Af þessum sökum þótti ekki ástæða til íhlutunar samkeppnisráðs á grundvelli samkeppnislaga vegna útboðsmeðferðarinnar. Málinu var vísað frá samkeppnisráði.