Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra um samkeppnisstöðu leigubifreiðastjóra gagnvart Kynnisferðum hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/1998
  • Dagsetning: 23/3/1998
  • Fyrirtæki:
    • Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra þar sem óskað var álits á því hvort veiting sérleyfis til Kynnisferða hf. á leiðinni Reykjavík–Flugstöð Leifs Eiríkssonar stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og einnig hvort tiltekin ákvæði laga og reglugerða um vörugjald og þungaskatt stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldi þannig frjálsa samkeppni í leiguakstri. Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.

    Í úrskurði áfrýjunarnefndar í máli nr. 9/1998 var málinu vísað frá nefndinni.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir