Ákvarðanir
Erindi Steinprýði ehf. vegna samkeppnishindrana Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 7/1998
- Dagsetning: 23/3/1998
-
Fyrirtæki:
- Steinprýði ehf
-
Atvinnuvegir:
- Byggingarþjónusta
- Framleiðsla á byggingarefnum
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Kvartað var yfir samkeppnishindrunum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Samkeppnisráð beindi ákveðnum fyrirmælum til stofnunarinnar: „Allar efnislýsingar, verklýsingar, forskriftir og hvers konar upplýsingar sem stofnunin hefur gefið út vegna viðgerða á steinsteypu þar sem tiltekin eru vörumerki í dæmaskyni, en unnt er að lýsa efninu með tækniforskriftum, eða þar sem bent er á tilgreind fyrirtæki til viðskipta, hvort sem er í prentuðu máli eða á tölvutæku formi, verði innkallaðar fyrir 1. maí 1998.
Þess skal vandlega gætt að leiðbeiningar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, í hvaða formi sem þær eru, séu þannig úr garði gerðar að þær mismuni ekki þeim fyrirtækjum sem á markaðnum starfa eða þeim efnum sem á markaðnum eru.“