Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Póstdreifingar ehf. um meinta misnotkun Póst- og símamálastofnunar á markaðsráðandi stöðu sinni

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 42/1996
  • Dagsetning: 20/12/1996
  • Fyrirtæki:
    • Póstdreifing ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Póstþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Að mati samkeppnisráðs þótti sýnt fram á að Póstur og sími hefði með samkeppnishindrandi athöfnum í ýmsum tilvikum reynt að útiloka keppinaut stofnunarinnar á póstdreifingarmarkaðnum, Póstdreifingu ehf., frá markaðnum. Með þessum athöfnum hefði Póstur og sími misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni í póstdreifingu í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Með vísan til misbeitingar Póst- og símamálastofnunar á markaðsráðandi stöðu sinni og með skírskotun til 2. mgr. 14. gr. og 17. gr. samkeppnislaga beindi samkeppnisráð eftirfarandi fyrirmælum til Póst- og símamálastofnunar (síðar Pósts og Síma hf.) :

     1„Starfsemi þeirrar póstþjónustu Póst- og símamálastofnunar (síðar Pósts og síma hf.) sem er utan einkaréttar skal vera í sérstakri einingu innan stofnunarinnar. Skal reikningshald einingarinnar þá vera sjálfstætt og reikningsskil hennar gerð í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga.

     2Við aðskilnaðinn skal gera stofnefnahagsreikning um samkeppnisreksturinn. Eignir sem samkeppnisreksturinn yfirtekur skulu færðar á markaðsverði ef kostur er, annars á endurkaupsverði að frádregnum hæfilegum afskriftum. Skuldir við Póst- og símamálastofnun (síðar Póst og síma hf.) skulu bera markaðsvexti en óheimilt er að samkeppnisstarfsemin skuldi einkaleyfisstarfseminni annað en lán vegna yfirtöku eigna í upphafi svo og lán vegna eðlilegra viðskipta.

     3Ef samkeppnisstarfsemin nýtir sér yfirstjórn, stoðdeildir, dreifingarkerfi, fasteignir, tölvuvinnslu og annað sameiginlega með annarri starfsemi skal greiða fyrir það í samræmi við allan hlutfallslegan kostnað er varðar samkeppnisreksturinn að viðbættri hæfilegri álagningu. Reikningsskil samkeppnisstarfseminnar skulu liggja fyrir opinberlega með sambærilegum hætti og almennt gerist og birtast í ársskýrslu Póst- og símamálastofnunar (síðar Pósts og síma hf.).

     4Þeir starfsmenn samkeppnisstarfseminnar sem fara með daglega stjórnun skulu ekki jafnframt gegna starfi hjá öðrum rekstrarsviðum Pósts og síma.“

     Í úrskurði áfrýjunarnefndar nr. 1/1997 var ákvörðunin staðfest.  

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir