Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi er varðar samkeppnishamlandi leigusamning Fjarðarbyggðar á Egilsbúð í Neskaupstað.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2003
  • Dagsetning: 9/5/2003
  • Fyrirtæki:
    • Trölli ehf
    • Fjarðarbyggð
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst varðandi samkeppnishamlandi leigusamning Fjarðarbyggðar á Egilsbúð í Neskaupstað. Í ákvörðun samkeppnisráðs sagði m.a.: Samningur sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar við B.G. Bros ehf. um leigu á húsnæði sveitarfélagsins að Egilsbraut 1 í Neskaupstað brýtur í bága við 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Með vísan til 17. gr. laganna ógildir samkeppnisráð samninginn. Sveitarfélagið skal bjóða út og gera nýjan leigusamning um húsnæðið eigi síðar en 1. maí 2004.