Ákvarðanir
Kvörtun Lyfju hf. og Cetus yfir auglýsingum Eðalvara ehf. þar sem fram kemur setningin „varist eftirlíkingar“
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 12/1999
- Dagsetning: 29/3/1999
-
Fyrirtæki:
- Eðalvörur ehf
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
-
Málefni:
- Ólögmætt samráð
- Markaðsyfirráð
-
Reifun
Samkeppnisstofnun barst erindi frá Lyfju hf., dags. 7. janúar 1999, þar sem kvartað er yfir sjónvarpsauglýsingu Eðalvara ehf. á kóresku ginsengi sem fyrirtækið flytur inn. Í erindi Lyfju segir um auglýsingu Eðalvara: „Í auglýsingu þessari er fyrst greint frá að Rautt eðalginseng frá Kóreu sé unnið úr 6 ára ginsengrótum besta gæðaflokks og það undirstrikað með gæðastimpli. Síðan er greint frá með miklum þunga: „Varist eftirlíkingar“. Að mati undirritaðs eru Eðalvörur með auglýsingu þessari að gefa í skyn að Rautt eðalginseng frá Kóreu sé eina ginsengið hér á landi sem sé fyrsta gæðaflokks en aðrar ginseng afurðir séu eftirlíkingar og því annars flokks gæðavara. Eins og vitað er þá er rautt ginseng náttúruleg vara en ekki „kemísk“. Ginsengrótin er ræktuð í ákveðinn fjölda ára og ginsengvaran unnin úr henni. Það er því í þessu sambandi fullkomlega óraunhæft að tala um eftirlíkingar. Lyfja fer þess á leit að Samkeppnisstofnun taki