Ákvarðanir
Kaup Gnípu ehf. á 60% hlutafjár í Servida ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 38/2011
- Dagsetning: 28/11/2011
-
Fyrirtæki:
- Gnípa ehf.
- Servida ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Þann 31. október 2011 barst Samkeppnieftirlitinu tilkynning um kaup Gnípu ehf. á 60% hlutafjár í Servida ehf. (heildverslun). Í tilkynningunni kom fram að eigandi Gnípu færi jafnframt með 75% eignarhlut í Garra ehf. (heildverslun) og að samrunaaðilar teldu að samruninn hefði engin teljandi samkeppnisleg áhrif. Um væri að ræða heildarmarkað fyrir umbúðir og ýmsar eldhúsvörur til stórnotenda og þar væru fyrir fjöldi samkeppnisaðila. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.“