Ákvarðanir
Yfirtaka BMV Holding ehf. á BM Vallá ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 09/2012
- Dagsetning: 18/4/2012
-
Fyrirtæki:
- BMV Holding ehf.
- BM Vallá ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Byggingarþjónusta
- Framleiðsla á byggingarefnum
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Þann 14. október 2011 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um fyrirhuguð kaup BMV Holding ehf. á öllu hlutafé í B.M. Vallá ehf., sem hafði verið í eigu Arion banka hf. um tíma. Eigendahópur BMV Holding, samanstendur af nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum sem sum hver tengjast þeim mörkuðum sem B.M. Vallá starfar á og taldi Samkeppniseftirlitið því að grípa þyrfti til íhlutunar svo samruninn gæti átt sér stað. Sátt var gerð við samrunaaðila þann 6. mars 2012 um skilyrði fyrir samrunanum sem Samkeppniseftirlitið telur nægja til að hindra skaðleg samkeppnisleg áhrif samrunans.