Ákvarðanir
Undanþágubeiðni vegna starfsemi Reiknistofu bankanna hf. og samruni við Teris
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 14/2012
- Dagsetning: 3/7/2012
-
Fyrirtæki:
- Reiknistofa bankanna
- Teris
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið rannsókn á tveimur málum er varða Reiknistofu bankanna. Í öðru málinu var framtíðarstarfsemi Reiknistofunnar og sameiginlegt eignarhald fjármálafyrirtækja á henni til skoðunar. Í hinu málinu voru kaup Reiknistofu bankanna á Teris (upplýsingafyrirtæki sparisjóðanna) til athugunar.
Reiknistofa bankanna og allir eigendur hennar, m.a. viðskiptabankar á Íslandi, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið um lyktir þessara mála. Með henni undirgangast þessir aðilar ítarleg skilyrði sem tryggja eiga virkari samkeppni á fjármálamarkaði. Jafnframt eiga skilyrðin að tryggja að önnur upplýsingatæknifyrirtæki geti boðið fjármálafyrirtækjum þjónustu sína í samkeppni við Reiknistofu bankanna.
Ákvörðunina má sjá með því að sækja skjal hér að ofan. Sjá einnig Viðauka I og Viðauka II sem fylgja ákvörðuninni.