Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Olíuverzlunar Íslands hf., Samherja hf. og FISK-Seafood ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 21/2012
  • Dagsetning: 4/10/2012
  • Fyrirtæki:
    • Olíuverslun Íslands hf
    • Samherji hf.
    • FISK-Seafood ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samruni Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís), Samherja hf. (Samherja) og FISK-Seafood ehf. (FISK) felur í sér þátttöku síðarnefndu félaganna í fjárhagslegri endurskipulagningu Olís. Kaupa félögin 37,5% hlut hvort fyrir sig í Olís og getur þar með stofnast til sameiginlegra yfirráða þeirra yfir Olís. Að mati Samkeppniseftirlitsins var nauðsynlegt að setja samrunanum skilyrði vegna þeirra vandkvæða sem leitt geta af sameiginlegu eignarhaldi Samherja og FISK og lúta m.a. að stjórnarsetu keppinauta í Olís. Lauk málinu með sátt aðila við Samkeppniseftirlitið, þar sem samrunaaðilar féllust á að gangast undir þau skilyrði sem birt eru í ákvörðunarorðum.