Ákvarðanir
Kaup Zebra Lux Holding S.á.r.l. á hlutafé í félaginu Zebra A/S.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 24/2012
- Dagsetning: 2/11/2012
-
Fyrirtæki:
- Zebra Lux Holding S.á.r.l.
- Zebra A/S.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup félagsins Zebra Lux Holding S.á.r.l. á hlut í Zebra A/S. Félagið Zebra er móðurfyrirtæki Tiger verslananna sem nú eru starfræktar í 16 löndum í Evrópu og eru þær fjórar talsins á Íslandi. Zebra Lux Holding er í eigu EQT VI Limited en það er sjóður sem settur var á laggirnar árið 2011 og fjárfestir aðallega í Norður Evrópu. Tiger verslanirnar selja til einstaklinga á smásölumarkaði ýmsar smávöru, bæði matvörur og aðrar vörur. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.