Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Samhentra Kassagerðar ehf. og Vörumerkingar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 26/2012
  • Dagsetning: 16/11/2012
  • Fyrirtæki:
    • Samhentir kassagerðin ehf.
    • Vörumerking ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Samhentra Kassagerðar ehf. og Vörumerkingar ehf. Samhentir er félag sem starfar á markaði fyrir sölu og framleiðslu á umbúðum o.fl. Vörumerking sérhæfir sig í merkingum hvers konar og prentun á pappír, plastefni, límmiða og álfilmur. Í kjölfar samrunans mun Samhentir eiga 51% í Vörumerkingu og Vörumerking Prentsmiðja ehf. mun eiga 49% hlut í félaginu. Vegna þeirra samkeppnislegu vandkvæða sem samruninn hafði í för með sér taldi Samkeppniseftirlitið tilefni til íhlutunar. Lauk málinu með sátt aðila þar sem samrunaaðilar gengust undir þau skilyrði sem birt eru í ákvörðunarorðum.