Ákvarðanir
Brot Jeppavina og aðildarfyrirtækja félagsins á 10. og 12. gr. samkeppnislaga
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 30/2012
- Dagsetning: 3/12/2012
-
Fyrirtæki:
- Jeppavinir
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Ferðaþjónusta
-
Málefni:
- Ólögmætt samráð
-
Reifun
Samkeppniseftirlitinu barst ábending þess efnis að félagið Jeppavinir og aðilar innan þess hefðu brotið gegn 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Kallað var eftir gögnum frá Jeppavinum og í ljós kom við rannsókn málsins að ábendingin reyndist á rökum reist. Í ákvörðuninni er fjallað um ólögmætt samráð félagsins Jeppavina og nokkurra aðildarfyrirtækja félagsins í formi gerð og birtinga leiðbeinandi verðskráa, gerð samræmdra viðskiptaskilmála og ítrekuðum samskiptum um verðlagningu. Aðilar máls hafa allir undirgengist sátt við Samkeppniseftirlitið.