Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Station ehf. og Íslands-Verslunar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2013
  • Dagsetning: 22/5/2013
  • Fyrirtæki:
    • Station ehf.
    • Íslands-Verslun ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Um er að ræða yfirtöku Station ehf. á 51% eignarhlut í Íslandi-Verslun ehf. (Iceland) af Jóhannesi Jónssyni. Station er félag í eigu Árna Péturs Jónssonar, en hann er einnig eigandi að 100% hlut í félaginu Basco, sem er 100% eigandi að 10-11. Við samrunann fer því sami aðili með yfirráð í verslunum Iceland og 10-11 í skilningi samkeppnislaga. Engin breyting verður hins vegar á rekstri 10-11 og Iceland við samrunann og verða þau, hvort um sig, áfram rekin sem sérstök félög. Samruni félaganna varð í janúar 2013 og fengu þau undanþágu frá samkeppnislögum til að láta hann koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallaði um hann. Ekki er ástæða til að aðhafast frekar í máli þessu.