Ákvarðanir
Kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á öllu hlutafé í Stíganda ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 21/2013
- Dagsetning: 20/6/2013
-
Fyrirtæki:
- Vinnslustöðin hf.
- Stígandi ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Sjávarútvegur og fiskvinnsla
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Þann 13. júní 2013 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning sem lýsir kaupum Vinnslustöðvarinnar hf. á 100% hlutafjár í Stíganda ehf. Stígandi er útgerðarfélag með aðsetur í Vestmannaeyjum sem á og rekur eitt togskip sem einkum og aðallega hefur verið gert út á bolfiskveiðar. Engin fiskvinnsla er rekin af Stíganda. Vinnslustöðin er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem stofnað var árið 1946 og er fyrirtækið staðsett í Vestmannaeyjum. Félagið er með fjölbreyttan rekstur og gerir út fjögur togskip, tvo netabáta og þrjú uppsjávarskip sem og eitt uppsjávarfrystiskip. Fiskvinnsla félagsins samanstendur af saltfiskverkun, humarvinnslu, og frystingu bolfisks og uppsjávarfisks. Félagið rekur einnig fiskimjölsverksmiðju og er samstæðan með skipaafgreiðslu og umboðssölu fyrir sölu og útflutning sjávarafurða.
Athugun Samkeppniseftirlitsins hefur ekki leitt í ljós nein atriði sem benda til þess að sá samruni sem felst í kaupum Vinnslustöðvarinnar á 100% hlutafjár í Stíganda ehf, þar sem helstu eignir félagsins eru eitt togskip með öllum fylgibúnaði ásamt aflaheimildum sé líklegur til að valda röskun á samkeppni hér á landi. Í ljósi þessa og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.