Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Nathan & Olsen hf. á snyrtivörudeild Forvals heildverslunar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2013
  • Dagsetning: 14/8/2013
  • Fyrirtæki:
    • Nathan & Olsen hf.
    • Forvals heildverslunar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Í ákvörðuninni er fjallað um kaup Nathan & Olsen hf. á snyrtivörudeild Forvals heildverslunar ehf. en bæði fyrirtækin hafa flutt inn og selt hreinlætis- og snyrtivörur í heildsölu. Samkeppniseftirlitið telur með hliðsjón af upplýsingum um hlutdeild og vægi samrunaaðila í innflutningi og sölu á slíkum vörum að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna kaupanna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Ljóst er að þó vörur beggja fyrirtækja tilheyri breiðum flokki hreinlætis- og snyrtivara í víðum skilningi er vöruframboð þeirra mjög mismunandi auk þess sem margir aðilar aðrir koma að sölu á vörum í þessum flokkum. Þannig er hlutdeild samrunaaðila ekki það há í neinum flokki að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Þá er vöruframboð fyrirtækjanna mjög mismunandi hvað varðar verð, gæði og þjónustu. Einnig er ljóst að kaupendastyrkur stærstu viðskiptavina (endurseljenda) beggja samrunafyrirtækjanna er all nokkur.