Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. og Tómrar steypu ehf. yfir samkeppnishömlum í tengslum við aðgang að malarnámum í Snæfellsbæ

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 23/2013
  • Dagsetning: 9/10/2013
  • Fyrirtæki:
    • Almenna umhverfisþjónustan ehf.
    • Tóm steypa ehf.
    • Snæfellsbær
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
    • Framleiðsla á byggingarefnum
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að aðdragandi og efni þeirra samninga sem Snæfellsbær gerði við úthlutun leyfisveitinga til malarnáms á Breið sumarið 2007 hefði haft skaðleg áhrif á samkeppni og færi gegn markmiði samkeppnislaga. Beindi eftirlitið þeim fyrirmælum til Snæfellsbæjar að segja upp framangreindum samningum með gildistöku eigi síðar en 30. desember 2013. Þá beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Snæfellsbæjar að koma skyldi á nýju fyrirkomulagi leyfisveitinga um aðgang að malanámum á Breið sem byggðist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum. Gæta skyldi að jafnræðissjónarmiðum við hið nýja fyrirkomulag þannig að komist yrði hjá því að samkeppni raskist.