Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna samstarfs seljenda smurolíu um söfnun og förgun úrgangsolíu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 24/2013
  • Dagsetning: 18/10/2013
  • Fyrirtæki:
    • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
    • Meðhöndlun spilliefna
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Ákvörðun um samstarf seljenda smurolíu um söfnun og förgun úrgangsolíu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishindandi samstarf fyrirtækja. Undanþágan hefur nú verið veitt með tilteknum skilyrðum. Fela skilyrðin í sér að aðilum sé óheimilt að miðla viðskiptalegum upplýsingum. Þá skulu aðilar setja sér reglur um samstarfið og halda skýrar fundargerðir og samskiptaskrár vegna samstarfsins. Undanþágan er veitt með þeim fyrirvara að markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaði, sem hófst þann 5. júní 2013, og mögulegar aðgerðir Samkeppniseftirlitsins í kjölfar hennar gætu hugsanlega haft áhrif á ákvörðunina.