Ákvarðanir
Samruni Kristins ehf. og Kvosar ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 26/2013
- Dagsetning: 8/11/2013
-
Fyrirtæki:
- Kvos ehf.
- Kristinn ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Prentþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Í maí sl. keypti Kristinn ehf., eignarhaldsfélag í eigu Guðbjargar M. Matthíasardóttur, ráðandi hlut í Kvos ehf., sem er eigandi prentsmiðjunnar Odda, af Oddamönnum ehf. Fela kaupin í sér samruna fyrirtækjanna í skilningi samkeppnislaga. Með samrunanum myndast eigendatengsl á milli prentsmiðjunnar Odda og Landsprents ehf. sem er í eigu Árvakurs ehf., útgáfufélags Morgunblaðsins en Guðbjörg M. Matthíasardóttir á 29,8% í því félagi. Að mati Samkeppniseftirlitsins var nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna þeirra samkeppnislegu vandkvæða á prentmarkaði sem að óbreyttu myndu af samrunanum stafa. Lauk málinu með sátt samrunaaðila við Samkeppniseftirlitið, þar sem samrunafyrirtækin fallast á að hlíta tilteknum skilyrðum sem ætlað er að tryggja að full og óskoruð samkeppni muni ríkja á milli Landsprents og Kvosar. Til að tryggja viðskiptalegt sjálfstæði fyrirtækjanna er mælt fyrir um fullan rekstrar- og stjórnunarlegan aðskilnað milli þeirra. Þá er fyrirtækjunum bannað að hafa með sér hvers konar samvinnu sem takmarkað geti samkeppni.