Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Rekstur á líkamsræktaraðstöðu í húsakynnum Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 27/2013
  • Dagsetning: 14/11/2013
  • Fyrirtæki:
    • Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Afþreying, íþróttir, happdrætti og fjárhættuspil
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið og Vestmannaeyjabær hafa gert með sér sátt vegna útleigu bæjarins á húsnæði til reksturs líkamsræktarstöðva samhliða sölu á árskortum í sundlaugar bæjarins. Viðskiptavinir líkamsræktarstöðvanna fengu mikinn afslátt af almennu verði árskorta í sundlaugarnar. Í sáttinni er m.a. kveðið á um að Vestmannaeyjabær skuli bjóða leigu á umræddu húsnæði út á markaði og selja viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna aðgang að sundlaugum og baðaðstöðu á verði, sem ekki verði lægra en lægsta gjald sem almennum sundlaugargestum standi til boða, þegar þeir kaupa sér aðgang sem einstaklingar.