Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Frjós Quatro ehf. og Umbúðasölunnar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2013
  • Dagsetning: 16/12/2013
  • Fyrirtæki:
    • Frjó Quatro ehf.
    • Umbúðasalan ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 15. október 2013 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um fyrirhugaðan samruna Frjó Quatro ehf. og Umbúðasölunnar ehf. Meginstarfsemi Frjós Quatro ehf. er heildverslun með rekstrarvörur til fyrirtækja í matvælaframleiðslu, m.a. umbúðir, vélar og tæknibúnað og rekstrarvörur fyrir landbúnað. Starfsemi Umbúðasölunnar ehf. felst einkum í sölu á umbúðavörum til sjávarútvegsfyrirtækja. Hlutdeild samrunaaðila á umbúðamarkaði er ekki það há að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Var það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast vegna samrunans. Við rannsókn samrunans kom í ljós að hann hafði verið framkvæmdur á meðan Samkeppniseftirlitið hafði hann til umfjöllunar. Hafa viðræður samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins leitt til þess að sátt var gerð við félögin þar sem þau viðurkenna að hafa brotið gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar það að samruni komi til framkvæmda á meðan á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum stendur yfir. Fallast Frjó og Umbúðasalan á að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð eitt hundrað þúsund krónur vegna brotsins.