Ákvarðanir
Kaup 365 miðla ehf. á eignum D3 Miðla ehf., sem varða vefsíðuna Tónlist.is
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 34/2013
- Dagsetning: 20/12/2013
-
Fyrirtæki:
- 365 miðlar ehf.
- D3 Miðlar ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup fjölmiðlafyrirtækisins 365 miðla ehf. á eignum D3 miðla ehf. sem varða tónlistarþjónustua Tonlist.is. Kaup fjölmiðlafyrirtækisins á tónlistarþjónustunni fela í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Fyrir viðskiptin var Tonlist.is í eigu D3 Miðla, dótturfélags Senu ehf. sem er fyrirtæki sem starfar á sviði afþreyingar og er selur m.a. tónlist, tölvuleiki og kvikmyndir í heildsölu. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu eftir athugun málsins að samruninn myndi hvorki skaða samkeppni í skilningi samkeppnislaga né fjölræði eða fjölbreytni í fjölmiðlum í skilningi 62. gr. b í lögum um fjölmiðla nr. 38/2011.