Ákvarðanir
Samruni AerCap Holdings N.V. og International Lease Finance Corporation
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 03/2014
- Dagsetning: 10/2/2014
-
Fyrirtæki:
- AerCap Holdings N.V.
- International Lease Finance Corporation
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Flugþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar yfirtöku AerCap Holdings N.V. og International Lease Finance Corporation. Samrunaaðilar sérhæfa sig fyrst og fremst í fjármögnun og útleigu flugvéla, þar sem þeir útvega flugfélögum flugvélar með því að kaupa þær og leigja flugfélögunum til baka. Báðir samrunaaðilar eru með starfsemi á Íslandi og veita íslenskum flugfélögum þjónustu. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni AerCap og ILFC muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Þannig er sameiginleg hlutdeild samrunaaðila á þeim sviðum viðskipta þar sem áhrifa samrunans gætir ekki það há að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Á það einnig við á Íslandi en það er álit viðskiptavina samrunaaðila hér á landi sem eftirlitið hefur aflað upplýsinga hjá að samruninn muni ekki hindra virka samkeppni. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samruna AerCap og ILFC á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.