Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Bekei hf. á Bakkanum vöruhóteli ehf., ELKO ehf., EXPO Kópavogi ehf., ISP á Íslandi ehf., Kaupási ehf. og fasteignum í eigu Smáragarðs ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 07/2014
  • Dagsetning: 1/4/2014
  • Fyrirtæki:
    • Bekei hf.
    • Bakkinn vöruhótel ehf.
    • ELKO ehf.
    • EXPO Kópavogi ehf.
    • ISP á Íslandi ehf.
    • Kaupás ehf.
    • Smáragarður ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup kaup SF V slhf., og dótturfélags SF V, Bekei hf. (nafni Bekei var síðar breytt í Festi hf.) á tilteknum félögum í eigu Norvikur hf. Bekei er ætlað að vera móðurfélag hinnu keyptu félaga en þau eru Bakkinn vöruhótel ehf., ELKO ehf., EXPO Kópavogur ehf., ISP á Íslandi ehf., Kaupás ehf. og tvö óstofnuð eignarhaldsfélög utan um fasteignir í eigu Smáragarðs ehf. Kaup SF V á viðkomandi félögum fela í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. SF V er samlagshlutafélag sem stofnað var af fjárfestum vegna kaupanna en stórir lífeyrissjóðir eru á meðal helstu eigenda félagsins. Þá er SF V er með rekstrarsamning við Stefni hf. sem er dótturfélag Arion banka. Málinu lauk með sátt Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila þar sem þeir féllust á að samrunanum yrðu sett ákveðin skilyrði sem m.a. er ætlað að tryggja sjálfstæði hinna keyptu félaga sem keppinauta á viðkomandi mörkuðum sem þau starfa á.