Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Gló eignarhaldsfélags ehf. og Eyju fjárfestingarfélags ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 16/2014
  • Dagsetning: 24/6/2014
  • Fyrirtæki:
    • Eyja fjárfestingarfélag ehf.
    • Gló eignarhaldsfélag ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Eyju fjárfestingarfélags ehf. á 50% hlut í Gló eignarhaldsfélagi ehf. af Himnesku ehf. Enginn rekstur er í Eyju fjárfestingarfélagi ehf. en fer það með 55% eignarhlut í Pizza-Pizza ehf. og 83% hlut í Joe Iceland. Pizza-Pizza ehf. rekur samtals 18 staði undir merkjum Domino‘s Pizza á Íslandi og Joe Iceland rekur tvo veitingastaði á Íslandi undir merkjum Joe & the juice. Þá rekur Gló eignarhaldsfélag, í gegnum dótturfélög sín, þrjá veitingastaði undir merkjum Gló. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.