Ákvarðanir
Samruni Lýsingar hf. og Lykils fjármögnunar
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 17/2014
- Dagsetning: 25/6/2014
-
Fyrirtæki:
- Lýsing hf.
- Lykill fjármögnun
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
- Önnur fjármálaþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Lýsingar á tilteknum eignum, viðskiptavild og vörumerki Lykils fjármögnunar. Lykill er deild innan MP banka og felst meginstarfsemi hans í gerð og veitingu bílasamninga, bílalána og kaupleigusamninga. Lýsing er fjármálafyrirtæki í fullri eigu Klakka ehf. Felst starfsemi félagsins í eignaleigustarfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, leigu bifreiða, atvinnutækja og húsnæðis með fjármögnunarleigu- eða kaupleigusamningum, auk lána til bifreiða- og tækjakaupa. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Við rannsókn málsins kom eignarhald Klakka ehf. til skoðunar þar sem gangaöflun leiddi í ljós talsverðan eignarhlut Arion banka hf. og Kaupþings hf. í Klakka. Byggir niðurstaðan á þeirri forsendu að hið sameinaða fyrirtæki sé ekki undir yfirráðum Arion banka.