Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup FAST-1 slhf. á HTO ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 21/2014
  • Dagsetning: 9/7/2014
  • Fyrirtæki:
    • FAST-1 slhf.
    • HTO ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Fasteignasala
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna FAST-1 slhf. og HTO ehf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði, helsta eign sameinaðs félags er turninn og viðbygging hans að Höfðatúni 2 í Reykjavík. Fyrirtækið telst ekki markaðsráðandi, en eignasafn þess telur um 55.000 fermetra. Stærstu hluthafar FAST-1 slhf. eru stærstu lífeyrissjóðir landsins, félagið er með rekstrarsamning við Íslandssjóði hf., dótturfélag Íslandsbanka hf. Málinu lauk með sátt Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila þar sem þeir féllust á að samrunanum yrðu sett ákveðin skilyrði sem m.a. er ætlað að tryggja sjálfstæði FAST-1 slhf. sem keppinautar á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis.