Ákvarðanir
Samruni Landfesta ehf. og Eikar fasteignafélags hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 23/2014
- Dagsetning: 14/7/2014
-
Fyrirtæki:
- Eik fasteignafélag hf.
- Landfestar ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Fasteignasala
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Landfesta ehf. og Eikar fasteignafélags hf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði og eru tvö af stærstu fasteignafélögunum á markaðnum. Eignasafn sameinaða félagsins eftir samrunann nemur u.þ.b. 270.000 fermetrum. Stærstu eignir þess eru turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi og Borgartún 26 en fyrirtækið á dreift safn af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hið sameinaða fyrirtæki telst ekki markaðsráðandi, hvorki fyrir né eftir samrunann, en markaðshlutdeild þess er að mati Samkeppniseftirlitsins 20-25%. Markaðurinn sem um ræðir er útleiga á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu til ótengdra aðila.
Arion banki hf., eigandi Landfesta ehf., hefur gripið til tiltekinna aðgerða sem fela meðal annars í sér sölu á umtalsverðum hluta eignar sinnar í hinu sameinaða félagi Eikar og Landfesta. Bankinn hefur auk þess gefið út yfirlýsingu til Samkeppniseftirlitsins þar sem bankinn lýsir því yfir að hann muni grípa til tiltekinna aðgerða sem munu draga enn frekar úr áhrifum bankans á hið sameinaða félag. Með hliðsjón af þessu og öðrum gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé þörf á íhlutun vegna samrunans.