Ákvarðanir
Sameiginleg yfirráð Eddu slhf. og Stekks fjárfestingarfélags ehf. yfir Securitas
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 24/2014
- Dagsetning: 16/7/2014
-
Fyrirtæki:
- Securitas hf.
- Virðing hf.
- Edda slhf.
- Stekkur fjárfestingarfélag ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Eddu slhf., Stekks fjárfestingarfélags ehf. og óstofnaðs hlutafélags í eigu Driver ehf. á 62,63% hlut í Securitas hf. Eftir samrunann fara Edda og Stekkur með sameiginleg yfirráð í Securitas, með vísan til hluthafasamkomulags sem félögin hafa undirritað um stjórnun félagsins og meðferð hluta. Stekkur fjárfestingarfélag er í fullri eigu Kristins Aðalsteinssonar og er tilgangur þess samkvæmt samþykktum rekstur fasteigna, fjárfesting í verðbréfum og lánastarfsemi. Þá er Edda fagfjárfestasjóður og er tilgangur félagsins að ávaxta fé hluthafa með fjárfestingu í íslenskum fyrirtækjum. Í samrunaskrá kemur fram að Virðing hf. fari með daglegan rekstur Eddu. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.