Ákvarðanir
Samruni Landvéla ehf. og Fálkans hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 27/2014
- Dagsetning: 28/10/2014
-
Fyrirtæki:
- Fálkin hf
- Landvélar ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Vélar og tæki
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Landvéla ehf. á Fálkanum hf. Sameinað félag verður hluti af samstæðu Vélsmiðju Hjalta Einarssonar ehf. sem er umfangsmikill verktaki í ýmis konar viðhalds- og viðgerðarverkefnum fyrir iðnaðarfyrirtæki. Innan samstæðunnar eru jafnframt ýmis fyrirtæki sem eru í tengdri starfsemi s.s. birgjar fyrir ýmis konar iðnað og verklegar framkvæmdir. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.