Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Innness ehf. og Búrs ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 29/2014
  • Dagsetning: 3/11/2014
  • Fyrirtæki:
    • Innnes ehf
    • Búr ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Innnes ehf. á Búr ehf. Fyrirtækin starfa bæði sem birgjar fyrir dagvörumarkað og veitingahúsa- og stofnanamarkað. Vöruframboð fyrirtækjanna er ólíkt. Innnes ehf. dreifir aðallega sk. þurrvörum s.s. kexi, kryddi, sælgæti, sósum og olíum en Búr ehf. starfar eingöngu á markaði fyrir dreifingu á ávöxtum, grænmeti og kartöflum. Með samrunanum er ekki um að ræða aukna samþjöppun á einstaka undirmörkuðum fyrir birgja á dagvörumarkaði og óverulega samþjöppun á heildarmarkaði birgja fyrir dagvörur, veitingahús og mötuleyti. . Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.