Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2014
  • Dagsetning: 10/11/2014
  • Fyrirtæki:
    • KS Sala ehf.
    • Sláturhúsið á Hellu hf.
    • Skanka ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Landbúnaður
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf. en KS sala ehf. er dótturfélag í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga svf. Með umræddum samruna eignast KS sala allt að 60% hlut í Sláturhúsinu Hellu og 60% eignarhlut í Skanka. Á viðkomandi mörkuðum málsins felst starfsemi Kaupfélag Skagfirðinga og tengdra félaga aðallega í sauðfjárslátrun á meðan Sláturhúsið Hellu leggur aðallega stund á nautgripaslátrun og grófvinnslu úr þeim afurðum. Starfsemi Skanka felist aðallega í kjötvinnslu en ekki slátrun líkt og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsinu Hellu og er skörun í starfsemi viðkomandi félaga því ekki mikil. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.