Ákvarðanir
Kaup Samherja hf. á ESTIA ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 38/2014
- Dagsetning: 19/12/2014
-
Fyrirtæki:
- Samherji hf.
- ESITA ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Sjávarútvegur og fiskvinnsla
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Samherja hf. á ESTIA ehf., sem er eignarhaldsfyrirtæki sem m.a. á að stærstum hluta Slippinn Akureyri ehf. Með viðskiptunum kemur Samherji til með að hafa yfirráð yfir Slippnum Akureyri. Samherji er eitt umsvifamesta útgerðarfyrirtæki landsins og Slippurinn Akureyri er stærsti slippur landsins. Með viðskiptunum kemur því til með að skapast lóðrétt samþætting að því leyti að samhliða útgerð þá kemur samstæða Samherja til með að eiga Slippinn Akureyri sem veitir útgerðarfyrirtækjum nauðsynlega viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Því telur Samkeppniseftirlitið tilefni vera til þess að tryggja jafnan aðgang útgerðarfyrirtækja að þjónustu fyrirtækisins. Hafa viðræður við samrunaaðila því leitt til þess að þeir hafa undirgengist sátt við eftirlitið sem tryggja á jafnan aðgang útgerðarfyrirtækja að þjónustu fyrirtækisins. Er að mat eftirlitsins að sáttinn eyði þeim hugsanlegu neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ella kynnu að leiða af samrunanum.