Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Straums fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2015
  • Dagsetning: 3/2/2015
  • Fyrirtæki:
    • Straumur Burðarás fjárfestingarbanki
    • Íslensk verðbréf hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Fjárfestingabankastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 30. desember 2014 barst Samkeppniseftirlitinu samrunaskrá vegna kaupa Straums fjárfestingarbanka hf. á meirihluta hlutafjár í Íslenskum verðbréfum hf. Þjónusta Straums felst í markaðsviðskiptum og fyrirtækjaráðgjöf en samhliða því hóf bankinn nýverið uppbyggingu eignastýringarþjónustu. Íslensk verðbréf hf. er sérhæft fyrirtæki á sviði markaðsviðskipta og eignastýringar.

    Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu vísbendingar um að samrunaaðilar komi til með að ná markaðsráðandi stöðu á nokkrum undirmarkaði eignastýringarmarkaðar. Fjárhagslegur styrkleiki og markaðshlutdeild stóru viðskiptabankanna þriggja á sviði eignastýringar er verulegur og kann umræddur samruni því að leiða til jákvæðra áhrifa á samkeppni með því að bönkunum þremur verði veitt virkari samkeppni. Samkeppniseftirlitið telur því ekki vera ástæðu til að aðhafast vegna þessa samruna.