Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni GMR endurvinnslunnar ehf. og Hringrásar hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 12/2015
  • Dagsetning: 19/5/2015
  • Fyrirtæki:
    • Hringrás hf
    • GMR Endurvinnslan ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
    • Endurvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup GMR endurvinnslunnar ehf. á tilgreindum eignum og rekstrareignum Hringrásar ehf. Um er að ræða kaup á þeim eignum Hringrásar sem nýttar eru í daglegri starfsemi Hringrásar, þannig að hún geti haldið áfram í óbreyttri mynd. GMR er fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurvinnslu brotajárns með bræðslu í ljósbogaofni og framleiðir úr því járnbita í stálbræðsluverksmiðju félagsins. GMR leggur áherslu á að framleiða stál sem nýtt er til að leiða straum í álverum. Hringrás er fyrirtæki sem starfar við meðhöndlun úrgangs og hefur sérhæft sig í söfnun og flokkun ýmiss konar, s.s. brotajárns, bíla, raftækja, hjólbarða, málma og móttöku ýmissa spilliefna. Stór hluti af starfsemi Hringrásar felst í söfnun, flokkun og sölu brotajárns til útflutnings. Samkvæmt samrunaskrá er tilgangur viðskiptanna að styrkja rekstrarstöðu GMR endurvinnslunnar, m.a. með því að tryggja aðgang að hráefni til vinnslunnar.