Ákvarðanir
Skipulag Símasamstæðunnar og aðgerðir til að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði – Breyting á ákvörðun nr. 6/2013
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 6/2015
- Dagsetning: 4/6/2015
-
Fyrirtæki:
- Síminn hf.
- Skipti
- Míla ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Fastanet (grunnnet og þjónusta)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar sameiningu Skipta hf. og Símans hf. Að því tilefni hafa Skipti hf. og Símann hf. skuldbundið sig gagnvart Samkeppniseftirlitinu til þess að auka sjálfstæði Mílu ehf. sem rekstraraðila grunnfjarskiptakerfis og tryggja með því að markmið ákvörðunar nr. 6/2013, Breytingar á skipulagi Skiptasamstæðunnar, nái fram að ganga. Síminn og Míla hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið sem miðar að þessu.
Með sameiningu Skipta og Símans verða breytingar á samstæðunni sem kallar á breytingar á fyrrgreindri ákvörðun. Í stað þess að Síminn og Míla séu systurfélög undir móðurfélaginu Skiptum, verður Míla nú dótturfélag Símans. Af þessum sökum er nauðsynlegt að gera breytingar á fyrri ákvörðun. Í því fellst að Sjálfstæði stjórnar Mílu gagnvart Símanum er styrkt. Þannig skulu stjórnarmenn Mílu verða óháðir Símanum og tengdum félögum. Þó er heimilt að minnihluti hinna óháðu stjórnarmanna Mílu sitji jafnframt í stjórn Símans, en um þátttöku þeirra í störfum stjórnar Mílu gilda strangar reglur. Þá er gerð krafa um fullan aðskilnað í húsnæði innan ákveðins aðlögunartíma og að heimildir Mílu til að leita stoðþjónustu til móðurfélags eru takmarkaðar frá fyrri sátt. Þá er sjálfstæði eftirlitsnefndar um jafnan aðgang að fjarskiptakerfum félaganna styrkt. Í núverandi eftirlitsnefnd situr starfsmaður móðurfélags Mílu, en með breytingunni verður það óheimilt.