Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 19/2015
  • Dagsetning: 1/7/2015
  • Fyrirtæki:
    • Securitas hf.
    • Geymslur ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Geymslna 24 ehf. á Geymslum ehf. en fyrrnefnda félagið er í eigu Securitas. Starfssemi Geymslna lýtur að útleigu á sérhæfðu geymsluhúsnæði. Geymslur 24 er nýstofnað og hefur haslað sér völl á sama markaði. Um láréttan samruna er að ræða, lítilleg samþjöppunaráhrif eru af samrunanum en Geymslur er mun umsvifameira á markaðnum. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru litlar aðgangshindranir að markaðnum og skýr merki eru um inngöngu nýrra aðila á hann undangengnin misseri. Þrátt fyrir talsverða markaðshlutdeild samrunaaðila er að mati eftirlitsins ekki að myndast markaðsráðandi staða á markaðnum við samrunann, eða slík staða að styrkjast. Þá er samkeppni á markaðnum að öðruleyti ekki að raskast með umtalsverðum hætti. Að undangenginni rannsókn, er það því niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til íhlutunar í þessu máli.