Ákvarðanir
Eimskipafélag Íslands hf. og Sæferðir ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 29/2015
- Dagsetning: 13/10/2015
-
Fyrirtæki:
- Eimskipafélag Íslands hf.
- Sæferðir ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Eimskipafélag Íslands hf. festi kaup á öllu hlutafé Sæferða ehf. og öðlaðist þar með yfirráð í heild yfir félaginu. Sæferðir ehf. reka Breiðafjarðarferjuna Baldur en aðalstarfsemi Eimskipafélags Íslands hf. eru sjóflutningar auk landflutninga í gegnum dótturfélag. Þá rekur Eimskipafélag Ísland hf. ferjuna Herjólf sem siglir til Vestmannaeyja. Samrunaaðilar starfa því á tengdum mörkuðum og var talin hætta á því að samruninn gæti leitt til neikvæðra samkeppnislegra áhrifa einkum á landflutningamarkaði. Samkeppniseftirlitið taldi því brýnt að grípa til íhlutunar og endaði málið með því að samrunaaðilar gengu undir tiltekin skilyrði með sátt.